Halldór Hafsteinsson

Um mig og mína Fullu nafni heiti ég Halldór Hafsteins Hafsteinsson,fæddur 5. maí 1939 í Reykjavík. Ég var ósköp latur til alls lærdóms en bögglaðist þó í gegnum nám í rennismíði sem mér líkaði aldrei við og lærði því eftir það bílamálun, sem ég síðan starfaði við meginn hluta ævinnar. Giftur er ég Guðmundínu Lilju Hannibalsdóttur hjúkrunarfræðingi fæddri 28. júní 1940 og bjuggum við á Selfossi um 30 ár en erum nú flutt til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum. Börn eigum við nokkur. Í fyrsta lagi höfum við eignast saman þrjú börn, þau Stefaníu Auðbjörgu, Lilju Jónu og Heimi Snæ sem er látinn. Svo á konan Guðmund Smára Ólafsson, en ég lagði einnig í búið þau Sæunni, Björn Hafstein og Sverrir Daníel. Öll eru börnin farin úr hreiðrinu og lifa nú sjálfstæðu lífi með sínum mökum og börnum. Foreldrar mínu eru Hafsteinn Jónsson bílamálarameistari nú látinn og k.h. Stefanía Auðbjörg Halldórsdóttir. þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Foreldrar konunnar eru Hannibal Jóhannes Guðmundsson bóndi á Hanhóli í Bolungarvík, nú látinn og k.h. Þorsteina Kristjana Jónsdóttir. Helstu áhuga mál mín fyrir utan þægilegt líf og leti er ættfræðigrúsk, lestur bóka og tónlist. En það viðurkennist að á engu þessu hef ég nokkurt vit en von mín er, að einhverntíma muni ég öðlast slikt.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband