Þeir kveiktu bálið undir okkur.

Hvernig má það vera að fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Man fólk ekki að það var hann sem kveikti það bál sem enn logar undir fótum okkar og mun loga næstu áratugi. Er fólk svo blint á gerðir þessa flokks að það er tilbúið enn einu sinni að leiða hann til valda þjóðinni til óþurftar.

Nei, gefum honum frí frá valdastólunum í mörg ár og hreinsum til eftir hann.Sópum burt flokksgæðingum hans úr áhrifaembættum og gerum þjóðfélagið á Ísland hreint og opið.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En þeir sem hafa bálað upp logann og  hellt olíu á eldinn? Einhver er þeirra ábyrgð með aðgerðarleysi og arfaslökum Icesave samningum. 

Soffía (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 20:19

2 Smámynd: Halldór Hafsteinsson

Vissulega Soffía er ábyrgð stjórnarinnar mikil,enda verkefnið meira en risastórt.En ég spyr;"Hverjir hlupu frá verkum sínum í fjárlaganefn vegna Icesave málsins.Hverjir vildu þar ekki taka ábyrg á störfum sínum í nefndinni.Voru það ekki sjálfstæðismenn?

Halldór Hafsteinsson, 18.9.2009 kl. 21:33

3 identicon

Hverjir voru það sem björguðu því sem bjargað varð í Icesave málinu þegar stjórnarflokkarnir ætluðust til að samningurinn yrði samþykktur óbreyttur og helst óséður?

Hverjir eru það sem eru sífellt að skeina ríkisstjórninni þegar hún er búin að gera upp á bak? 

Hverjir eru það sem ríkisstjórnin leitar til þegar hún ræður ekki við starfið vegna sundurlyndis?

Það er jú Sjálfstæðisflokkurinn.

Fólk er einfaldlega búið að sjá það að það er til eitthvað sem er VERRA en Íhaldið og það er Samfylkingin og VG.   Það tók þessa flokka ekki langan tíma að sanna það fyrir almenningi að íhaldið er hreinlega ekki eins slæmt og af er látið.

Hvað sem segja má um ástæður eða sökudólga hrunsins þá þýðir ekkert að leita þangað í tilraun til að afsaka afglöp og aðgerðarleysi ríkistjórnarinnar. 

Fólkið sem kaus Samfó og VG kaus þessa flokka vegna þess að því var lofað aðgerðum.  Því var lofað skjaldborg um heimilin.  Hvar er hún?
því var lofað að leyndarhjúpnum yrði aflétt.   Hefur einhverntímann hvílt meiri leynd yfir alþingi?
Því var lofað atvinnuuppbyggingu.  Hvað er að gerast í þeim málum?
því var lofað velferðarbrú.  Veit einhver hvað þetta orð þýðir?

VG lofaði að standa gegn ESB.  Þurfum við að ræða það eitthvað?

Það þarf engan sérfræðing til að sjá að þessi kosningaloforð voru innantóm orð sem aldrei verður staðið við.   

Það er ástæða fyrir því að fylgið er farið að hrynja af stjórnarflokkunum.  Fólkið er loksins að vakna eftir múgæsinginn í vetur sem leið og átta sig á því að það hefur verið platað til fylgis við mestu svikara sem setið hafa í ríkisstjórn frá upphafi.

Hrafna (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 21:51

4 identicon

HrafnA hefur sennilega ekki verið að fylgjast með undanfarið.

Ætli hann sé ekki einn af þeim sem vill fá Davíð allsherjar til valda aftur. Manninn sem ber sennilega mesta ábyrgð á bankahruninu hér á landi.

Talandi um skjaldborgina um heimilin. Ég hef fullt af dæmum um það að fólk fengið úrlausn varðandi greiðsluerfiðleika. Að halda öðru fram er bara aðferð íhaldsins að slá ryki í augu fólks.

Og varðandi skjaldborgina. Ætli íhaldið hafi ekki frekar hugsað sér sér skjalborg um fyrirtækin.

Sem betur fer höfum við félagshyggjustjórn á þessum hörmungartímum.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 11:43

5 identicon

Hvað er skjaldborg samfylkingar annað en skjaldborg um fyrirtækin?

Fjöldi fólks fengið úrlausn sinna mála?????  Reyndu að telja fólki trú um að það sé satt.   Stærstur hluti skuldara eru fjölskyldur með húsnæðislán.  Nefndu mér dæmi um LAUSN á húsnæðislánavanda almennings.  (þá er ég ekki að tala um greiðsluaðlögun eða svipuð úrræði sem teljast ekki til lausna heldur eingöngu lenging í hengingaról)

Sem betur fer verður félagshyggjustjórnin ekki lengi við völd til að skapa enn meiri hörmungar.  

Og by the way þá er ég ekki karlmaður.

Hrafna (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 12:16

6 Smámynd: Halldór Hafsteinsson

Hrafna er auðsjáanlega frjálshyggjupostuli og þorir því ekki að koma framundir réttu nafni.

Halldór Hafsteinsson, 22.9.2009 kl. 17:44

7 identicon

Það hefur ekkert með nafn mitt að gera og reyndu nú ekki að vera með einhverjar örvæntingarfullar tilraunir til að komast undan gagnrýni með því að veifa nafnleysisbullinu.   

Hrafna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 20:06

8 Smámynd: Halldór Hafsteinsson

Manneskja sem ekki þorir að sýna mynd sína heldur mynd af hrosshaus vill ekki þekkjast. Og svo nóg um yðar ágæt.

Halldór Hafsteinsson, 22.9.2009 kl. 20:19

9 identicon

Hrosshaus?   Hvernig færðu það út?

Hrafna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 20:32

10 Smámynd: Halldór Hafsteinsson

Bið Hröfnu afsökunar,hún sýnir sig ekki sem hrosshaus heldur sem hrafn.En Hrafna er sem áður bæði andlitslaus og nafnlaus.Og nú er komið nóg.

Halldór Hafsteinsson, 22.9.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband