Glæpasamtök lögleg vegna...........

Hvernig má það vera að ekki sé hægt að banna með lögum að glæpasamtök starfi hér á landi. Hélt það vera einfalt mál að setja viðbótar ákvæði í lögin um félagafrelsi sem kæmi í veg fyrir að slíkur ófögnuður næði hér fótfestu.Og þau lög sem nú gilda voru samin á þeim tíma þegar íslendingar höfðu aðeins afspurn af slíkum óþjóðalýð en þurftu ekki að lifa við slíkan ófögnuð, sem við gerum í dag. Ég krefst þess að lögunum verði breytt svo þjóðin megi lifa í sæmilegum frið við heimska innbrots- og bílaþjófa.Ég skora á ríkisstjórn og alþingismenn að snúa sér strax að verkefninu og sýna nú ekki sama andvaraleysið og þeir gerðu gagnvart fjárglæpamönnunum.


mbl.is Margir glæpahópar hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki eins og lagabreyting breyti einhverju því ekki eru glæpasamtök með íslenska kennitölu fyrir reksturinn og einnig er erfitt að framfylgja banni á starfsemi sem er "neðanjarðar". Hells Angels eru kannski unantekningin þar sem þeir eru sýnileg samtök, hins vegar eru pólsku þjófagengin það ekki og þau virðast vera að valda meiri usla en Hells Angels.

Guðný (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Halldór Hafsteinsson

Veit vel að lagabreyting breytir ekki öllu,og litlu hjá glæpasamtökum sem eru í undirheimum. En þau sem eru sýnileg eiga máske erfiðra uppdráttar.Þessvegna vill ríkislögreglustjóri fá bannið sett í lög.Og þar er ég honum sammála og eru það ekki allir?

Halldór Hafsteinsson, 23.9.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Unknown

ég ætla að benda þér á, ég var þarna og er í orator, félagi laganema að félagafrelsið er bundið í stjórnarskrá og því hafa lagabreytingar engin áhrif. Menn meiga án leifis stofna og ganga í hvaða samtök sem er sem eru ekki stofnuð með ólöglegan tilgang í huga. Þar liggur vandinn, til þess að sanna að t.d hells angels séu bara ekkert annað en glæpasamtök þarf ansi mikið til, sönnunarbirðin liggur hjá ákæruvaldinu í þessu máli og hells angels segjast bara vera félagar sem hafa gaman af mótorhjólum. Þetta fór fyrir dóm í Hollandi, málið tók 7 ár og það endaði með því að hæstiréttur þar taldi ekki nægilega vel sannað að hells angels væru stofnaðir í ólöglegum tilgangi.

Þar liggur hundurinn grafinn :)

Unknown, 23.9.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband