Spillingarbæli auðjöfra.

Að borga skuldir sínar hefur löngum verið eitt aðalsmerki íslenskrar alþýðu.Og ekki veit ég til að skuldir hafi verið afskrifaðar eða færðar niður hafi fólk skuldað nokkrar krónur.Nei,bankarnir hafa gengið með hörku að eignum fólks og hafi það átt t.d. eina íbúðarkytru hafa bankarnir ekki skirrst við að krefjast nauðungarsölu á þeim. En nú er öldin önnur og sést það á Bjarna Ármannssyni sem fékk niðurfeldar 800 hundruð miljónir hjá Glitni.Þetta eru máske smáaurar í augum þessa skuldara, og honum er skítsama þótt almenningur komi með að borga þessa peninga.Almenningur sem í dag er að sligast undan skuldabirgði þeirri sem útrásarvíkingarnir svo og bankaforstjórarnir komi þjóðinni í ásamt þáverandi stjórnvöldum. En Bjarna Ármannssyni er sama,hann hreykir sér bara að þessu og segir " það óábyrg meðferð á fé að greiða skuldina". Og bankinn virðist fallast á þau rök og gengur því ekki að eignum þessa marg miljarðamærings.Vonandi sér bankinn nú að sér og hættir að rukka skuldir hjá almenningi sem eru undir 800 hundruð miljónum.

Þvílíkt spillingarbæli sem þessar bankastofnanir eru.Ekkert hefur breist þar á bæjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Kristjánsson

Þarna kemur nú í ljós innrætið hjá þessum víkingum.

Davíð Kristjánsson, 9.9.2009 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband