24.9.2009 | 17:33
Morgunblaðið fremur.....
Þá kom að því.Morgunblaðið hefur framið Harakiri og notaði til þess sjálfsvígs rýtinginn Davíð.Munu nú skoðanir eigenda blaðsins verða þar allsráðandi samanber fyrri yfirlýsingar nýráðins ritstjóra um þægð og undirgefni fjölmiðlafólks við eigendur þeirra fjölmiðla sem það starfar við. Davíð verður þar engin undantekning.
Davíð og Haraldur ritstjórar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Facebook
Athugasemdir
En er ekki Mogginn löngu dauður? Við borgum skuldir Borgumblaðsins áfram svo þeir geti haldið áfram að heilaþvo þjóðina.
Margrét Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 17:53
Vissulega er það rétt að þjóðin var látin borga skuldir MORGUNBLAÐSINS og máske verður það svo áfram.
Halldór Hafsteinsson, 24.9.2009 kl. 18:05
Það er mikill barnaskapur hjá Óskari að ráða Davíð sem ritstjóra, margir litu á hugmyndina sem grín.
Nú á greinilega að færa skapmanninum frjálsar hendur að kveikja í því sem honum tókst ekki að eyðileggja í bankahruninu.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.9.2009 kl. 20:23
Harakiri? Sem sagt, ef Mogginn kemur út á morgun þá er þetta blogg bull?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.