10.9.2009 | 13:09
Stytta af Helga Hóseassyni
Það er ótrúleg bjartsýni ef fólk heldur að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík muni nokkurntíma standa að gerð styttu af þeim staðfasta manni og mótmælanda Helga Hóseassyni. Íhaldið hefur aldrei reist aðrar styttur en af sínum mönnum. Þeir reistu styttu af t.d. Tómasi Guðmundssyni skáldi (hann var þess verðugur) en hvar er styttan af stórskáldinu og þjóðskáldinu Steini Steinarr. Íhaldið feldi tillögu um að reisa honum styttu enda var þessi skáldajöfur ekki Morgunblaðinu eða íhaldinu þóknalegur.Barðist gegn lygum Morgumblaðsins og ranglæti íhaldsins og af slíkum mönnum reisir íhaldið ekki styttur. Og svo kemur verktakapólitísurinn Óskar Bergsson og nuddar sér utaní Ingu Birnu og segir að þeir 20þúsundir sem vilja reisa styttu af þessum mann geti bara gert það sjálfir.Nei góða fólk,þessa styttum fáum við ekki án baráttu við íhaldið og framsókn í borginni.
Blessuð sé minning Helga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.