Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stytta af Helga Hóseassyni

Það er ótrúleg bjartsýni ef fólk heldur að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík muni nokkurntíma standa að gerð styttu af þeim staðfasta manni og mótmælanda Helga Hóseassyni. Íhaldið hefur aldrei reist aðrar styttur en af sínum mönnum. Þeir reistu styttu af t.d. Tómasi Guðmundssyni skáldi (hann var þess verðugur) en hvar er styttan af stórskáldinu og þjóðskáldinu Steini Steinarr. Íhaldið feldi tillögu um að reisa honum styttu enda var þessi skáldajöfur ekki Morgunblaðinu eða íhaldinu þóknalegur.Barðist gegn lygum Morgumblaðsins og ranglæti íhaldsins og af slíkum mönnum reisir íhaldið ekki styttur. Og svo kemur verktakapólitísurinn Óskar Bergsson og nuddar sér utaní Ingu Birnu og segir að þeir 20þúsundir sem vilja reisa styttu af þessum mann geti bara gert það sjálfir.Nei góða fólk,þessa styttum fáum við ekki án baráttu við íhaldið og framsókn í borginni.

Blessuð sé minning Helga.


Spillingarbæli auðjöfra.

Að borga skuldir sínar hefur löngum verið eitt aðalsmerki íslenskrar alþýðu.Og ekki veit ég til að skuldir hafi verið afskrifaðar eða færðar niður hafi fólk skuldað nokkrar krónur.Nei,bankarnir hafa gengið með hörku að eignum fólks og hafi það átt t.d. eina íbúðarkytru hafa bankarnir ekki skirrst við að krefjast nauðungarsölu á þeim. En nú er öldin önnur og sést það á Bjarna Ármannssyni sem fékk niðurfeldar 800 hundruð miljónir hjá Glitni.Þetta eru máske smáaurar í augum þessa skuldara, og honum er skítsama þótt almenningur komi með að borga þessa peninga.Almenningur sem í dag er að sligast undan skuldabirgði þeirri sem útrásarvíkingarnir svo og bankaforstjórarnir komi þjóðinni í ásamt þáverandi stjórnvöldum. En Bjarna Ármannssyni er sama,hann hreykir sér bara að þessu og segir " það óábyrg meðferð á fé að greiða skuldina". Og bankinn virðist fallast á þau rök og gengur því ekki að eignum þessa marg miljarðamærings.Vonandi sér bankinn nú að sér og hættir að rukka skuldir hjá almenningi sem eru undir 800 hundruð miljónum.

Þvílíkt spillingarbæli sem þessar bankastofnanir eru.Ekkert hefur breist þar á bæjum.


N1,hvar eru 9 miljónirnar?

Strax eftir að ríkisstjórnin hækkaði vörugjald á eldsneyti snemma árs, ruku olíufélögin til og hækkuðu útsöluverð sitt strax þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt væri bannað samkv lögum.Eftir nokkuð þóf ákvað Skeljungur að greiða viðskiptavinum sínum sem framvísað gátu afgreiðslustrimli ella nótu þann mismun sem tekinn hafði verið ólöglega.Hinsvegar tilkynnti N1að þeir myndu ekki gera slíkt hið sama heldur gefa mismuninn til góðgerðastarfa og sögðu þá upphæð vera um 9miljónir.Segjum það í lagi þótt ekki hafi verið leitað til réttra eigenda fjársins sem voru viðskiptavinir N1 um ráðstöfun þessa.

Nú er spurt:Hefur N1 staðið við orð sín eða liggja þeir enn með þessar 9miljónir?

Hafi þessum peningum verið ráðstafað til hjálparstarfa, hvað hjálparsamtök fengu þá þessar 9miljónir til ráðstöfunar?

Gott væri ef fjölmiðlar gæfu sér tíma til að kanna þetta mál og krefja N1 svara um hvar þessar 9miljónir hafi lent hafi þeim verið úthlutað.

Ég vona innilega að þessir peningar hafi komist í hendur einhverrar hjálparsamtaka en verði ekki notaðir uppí arðgreiðslur hjá N1.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband