N1,hvar eru 9 miljónirnar?

Strax eftir að ríkisstjórnin hækkaði vörugjald á eldsneyti snemma árs, ruku olíufélögin til og hækkuðu útsöluverð sitt strax þrátt fyrir að augljóst væri að slíkt væri bannað samkv lögum.Eftir nokkuð þóf ákvað Skeljungur að greiða viðskiptavinum sínum sem framvísað gátu afgreiðslustrimli ella nótu þann mismun sem tekinn hafði verið ólöglega.Hinsvegar tilkynnti N1að þeir myndu ekki gera slíkt hið sama heldur gefa mismuninn til góðgerðastarfa og sögðu þá upphæð vera um 9miljónir.Segjum það í lagi þótt ekki hafi verið leitað til réttra eigenda fjársins sem voru viðskiptavinir N1 um ráðstöfun þessa.

Nú er spurt:Hefur N1 staðið við orð sín eða liggja þeir enn með þessar 9miljónir?

Hafi þessum peningum verið ráðstafað til hjálparstarfa, hvað hjálparsamtök fengu þá þessar 9miljónir til ráðstöfunar?

Gott væri ef fjölmiðlar gæfu sér tíma til að kanna þetta mál og krefja N1 svara um hvar þessar 9miljónir hafi lent hafi þeim verið úthlutað.

Ég vona innilega að þessir peningar hafi komist í hendur einhverrar hjálparsamtaka en verði ekki notaðir uppí arðgreiðslur hjá N1.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband